Lífsgæðahönnun og stuðningur
Verkjavefur
Klúbbur sem sameinar fólk með langvinna verki



Hver er tilgangurinn með verkja-klúbbi?
Verkjavefurinn er vettvangur sem gefur fólki með langvinna verki öruggt rými til að tengjast öðrum, deila reynslu og finna raunverulegan skilning.
Klúbburinn styður þátttakendur til að hanna lífsgæði sín þrátt fyrir veikindi og annað vesen, með fræðslu, einföldum verkfærum og sveigjanlegum lausnum sem taka mið af breytilegri getu.
Markmiðið vefsins er að brúa bilið milli formlegrar heilbrigðisþjónustu og daglegs lífs, efla sjálfsmeðferð og skapa samfélag þar sem fólk styður við hvert annað – í erfiðleikum og á góðum dögum – án fordóma, gagnrýni eða þrýstings.
Skoðaðu á færnimælinn úr því að þú kíktir í hemsókn…
Færnimælirinn var hannaður til að gera ósýnilega hluti sýnilega. Hann hjálpar einstaklingum með langvinna verki að koma í orð hversu óútreiknanleg dagleg færni getur verið þegar fólk er með langvinna verki og króníska þreytu.
Mælirinn sýnir hvernig orka og færni geta sveiflast frá degi til dags, jafnvel frá klukkustund til klukkustundar og hversu mikil áhrif slíkar sveiflur hafa á lífsgæði og daglegt líf.
Með því að setja sig í þessi spor sér notandinn að það er ómögulegt að vita fyrirfram hvaða verkefni eða áætlanir verða raunhæfar á morgun.
Verkfærið er ekki mælitæki heldur upplifun sem gerir þessa ósýnilegu reynslu sýnilega fyrir bæði aðstandendur og fagfólk.
Það hjálpar þeim sem ekki þekkja þetta af eigin raun að sjá hversu erfitt er að útskýra slíka „flökku-færni“, hversu lítið er hægt að skipuleggja og hversu margar hugmyndir og verkefni bíða oft endalaust eftir „góðum degi“.

